Þjálfarar

Elísa Viðarsdóttir

Elísa Viðarsdóttir er með BSc gráðu í næringarfræði og MSc gráðu í næringar- og matvælafræði og gaf út árið 2021 bókina Næringin skapar meistarann.

Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum, er fyrirliði íslandsmeistara Vals og leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þar sem hún hefur spilað yfir 50 landsleiki.

Elísa hefur mikla reynslu á sviði næringar og hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög.

Höskuldur Gunnlaugsson

Höskuldur Gunnlaugsson er 29 ára gamall fótboltaleikmaður sem spilar fyrir meistaraflokk Breiðabliks.

,,Minn fótboltaferill hefur einkennst af hæðum og lægðum þar sem ég hef þurft að standa í lappirnar við ýmis konar mótlæti bæði innan vallar sem utan.

Sjálfmynd mína tek ég í vinnuframlagi og dugnaði en ég hef aldrei litið á mig sem sérstaklega hæfileikaríkan leikmann. Þvert á móti trúi ég því að hvers kyns árangur hlýst einungis af því að vera viljugur, að bretta upp ermar og leggja inn vinnu.

Ég hef verið fyrirliði Breiðabliks síðan árið 2020 og hefur sú reynsla verið mér ótrúlega dýrmæt. Fyrir mér er fóltboltinn mikilvægur vegna þess að í honum endurspeglast í raun og veru allt lífið og í gegnum fóltboltann hefur maður tækifæri á því að verða betri manneskja“.

Kristinn Freyr Sigurðsson

Kristinn Freyr Sigurðsson er 31 árs gamall fótboltaleikmaður sem spilar fyrir meistaraflokk Vals.

Kristinn á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi ásamt því að hafa verið tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val og tvisvar sinnum Bikarmeistari.

Kristinn hefur lengst af verið í Val hérlendis en var um tíma atvinnumaður í Svíþjóð.

Kristinn hefur tileinkað sér mikinn aga og jákvætt hugarfar sem nýtist honum innan vallar sem utan.

Kjartan Guðbrandsson

Frá því ég var unglingur hef ég keppt og orðið margfaldur íslandsmeistari í fitness, vaxtarækt og kraftlyftingum.

Einnig hef ég stundað margar aðrar íþróttir með mjög góðum árangri til að mynda frjálsar, sund og judó.

Í tæp 40 ár hef ég kennt líkamsrækt, næringu ásamt lífsstílsbreytingu bæði hér heima og erlendis með mjög góðum árangri.

Síðustu 10 ár hef ég sérhæft mig og lagt mikið upp úr þjálfun afreksfólks og afreksefna, ásamt því að aðstoða og þjálfa fólk með m.a bak- og axlarmeiðsli, brjósklos og önnur stoðkerfisvandamál.

Stæðsta gjōfin er að gefa áfram það sem maður kann og lærir og að þjálfa er mín ástríða.

Ólafur Árnason

Lærði sálfræði í Bandaríkjunum og vinnur nú að doktorsritgerð í íþróttasálfræði (Performance Psychology).

Áhugasvið hans hefur ætið snúið að því að vinna með sálfræðihliðina eða hugarþjálfun hjá afreksíþróttafólki sem og öðrum hæfileikaríkum einstaklingum.

Í gegnum tíðina hefur Ólafur unnið m.a með nokkrum háskólum í Bandaríkjunum, félagsliðum og einstaklingum hér á landi ásamt karlalandsliði Íslands í stjórnartíð Eriks Hamrén.

Á sínum yngri árum spilaði Ólafur fóltbolta í efstu deild karla með bæði ÍBV og Víkingi auk þess að spila háskólabolta í Bandaríkjunum.

Ólafur er vel menntaður þjálfari með UEFA B þjálfaragráðu og hefur einnig komið að þjálfun yngri flokka í knattspyrnu.

Ólafur hefur í gegnum árin sinnt stjórnarstörfum hjá öflugum fyrirtækjum og má þar nefna, Tal, OZ, Kaupás og PWC.